Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 20. ágúst 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Pogba með eina slökustu vítanýtingu í sögu úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, klikkaði á vítapunktinum í 1-1 jafntefli gegn Wolves í gær. Pogba fékk tækifæri til að koma Manchester United í 2-1 en Rui Patricio varði spyrnu hans.

Sjá einnig:
Neville: Þetta er víti hjá Man Utd en ekki tombóla

Pogba hefur skorað úr sjö af ellefu vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur klikkað fjórum sinnum á vítapunktinum síðastliðið árið.

Frakkinn hefur því klikkað á 36% af spyrnum sínum í úrvalsdeildinni og er hann með sjöttu verstu vítanýtinguna af þeim sem hafa tekið tíu spyrnur eða fleiri.

Hér að neðan má sjá listann frá Sky.
Athugasemdir
banner
banner