Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 21. ágúst 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Lille hefur viðræður við Bayern um Renato Sanches
Renato Sanches var eitt sinn efnilegasti leikmaður Evrópu
Renato Sanches var eitt sinn efnilegasti leikmaður Evrópu
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille er í viðræðum við þýska félagið Bayern München um portúgalska miðjumanninn Renato Sanches en RMC greinir frá þessu í kvöld.

Sanches var aðeins 18 ára gamall er Bayern keypti hann frá Benfica en hann var þá einn efnilegasti knattspyrnumaður Evrópu.

Bayern borgaði 35 milljónir evra fyrir þjónustu hans en hann náði aldrei að brjóta sér leið í byrjunarliðið.

Hann var lánaður til Swansea City tímabilið 2017-2018 en tókst alls ekki að heilla og féll liðið niður sama ár.

Sanches hefur fengið tækifærin með Bayern á undirbúningstímabilinu og nýtt þau en hann virðist nú á leið til Frakklands.

Samkvæmt RMC er Lille í viðræðum við Bayern um að kaupa Sanches á 30 milljónir evra en það er nóg til í bankanum hjá Lille eftir þetta sumar.

Félagið seldi Nicolas Pepe til Arsenal fyrir 80 milljónir punda og þá fór portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao á rúmlega 30 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner