fim 22. ágúst 2019 10:29
Elvar Geir Magnússon
Giggs kemur til varnar: Hann er ekki svindlari
Daniel James í leiknum gegn Wolves.
Daniel James í leiknum gegn Wolves.
Mynd: Getty Images
Daniel James er ekki svindlari og hann þarf vernd frá dómurum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir landsliðsþjálfari hans hjá Wales, Ryan Giggs.

James var spjaldaður fyrir leikaraskap þegar Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Hann fékk það svo að heyra það óþvegið frá stuðningsmönnum Wolves í kjölfarið.

„Dan er oft sparkaður niður. Í sumum tilfellum getur það virst vera dýfa. Hann er gríðarlega snöggur og á þessum hraða getur þetta litið verr út. Það er oft brotið á honum og dómarar þurfa að verja hann," segir Giggs.

Hinn 21 árs James var keyptur til Manchester United frá Swansea.

„Ég horfði á marga leiki United á undirbúningstímabilinu og Dan gerði vel. Ég var á leiknum þegar hann skoraði og hreyfingarnar hans eru mjög góðar. Sem leikmaður hefði ég verið til í að spila fyrir aftan leikmann eins og hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner