Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. ágúst 2019 10:44
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Inter ræða um Alexis Sanchez - Launin stór hindrun
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Inter hafa ekki náð samkomulagi um sóknarleikmanninn Alexis Sanchez.

Inter vill fá þennan þrítuga Sílemann og hefur verið rætt um lánssamning. En Sanchez er með 390 þúsund pund í vikulaun og það er stór hindrun í viðræðunum.

Inter er aðeins tilbúið að borga minna en helminginn af þeirri upphæð.

United telur að það sé óásættanlegt að Sanchez sjálfur vill fara. Sílemaðurinn hefur floppað rækilega á Old Trafford og aðeins skorað fimm mörk á einu og hálfu tímabili.

Sanchez skoraði jafnmörg mörk með Síle á Copa America í sumar og hann gerði allt síðasta tímabil með United.

Inter keypti Romelu Lukaku frá United í sumar en hann og Sanchez eru miklir vinir.

Félagaskiptaglugganum í Evrópu verður lokað 2. september.

Ef Sanchez fer ekkert er bara búist við því að hann spili fyrir United í bikarleikjum og Evrópudeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner