Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 23. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka hefur hrifið Hodgson mjög í fyrstu leikjunum
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður Manchester United, mætir sínum gömlu félögum í Crystal Palace, í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Manchester United fær Palace í heimsókn á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Hinn 21 árs gamli Wan-Bissaka er uppalinn hjá Crystal Palace, en hann gekk í raðir Manchester United í sumar. Roy Hodgson, stjóri Palace, hefur verið mjög hrifinn af því sem hann hefur séð af Wan-Bissaka í búningi Manchester United.

„Hann hefur passað vel inn í liðið. Mér finnst hann hafa verið frábær í fyrstu leikjunum. Hann var sérstaklega góður á móti Úlfunum," sagði Hodgson fyrir leikinn gegn United.

„Við þurfum ekki að minna okkur á það hversu góður hann. Við vorum það heppnir að hafa hann í liðinu okkar í eitt og hálft ár."
Athugasemdir
banner
banner