Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 23. ágúst 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cavani sagður vera búinn að semja við Inter Miami
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðillinn Gazzetta dello Sport segir frá því að sóknarmaðurinn Edinson Cavani sé búinn að komast að samkomulagi við Inter Miami.

Sagt er að Cavani muni gera þriggja ára samning og ganga í raðir félagsins að loknu þessu tímabili.

Samningur hins 32 ára gamli Cavani við Paris Saint-Germain rennur út eftir tímabilið. Cavani hefur leikið með PSG frá 2013 og skoraði 194 mörk í 281 leik.

Inter Miami á að hefja leik í MLS-deildinni á næsta ári. David Beckham stofnaði félagið árið 2014 en hann á það ásamt Marcelo Claure, Jorge Mas, Jose Mas og Masayoshi Son. Það var ekki fyrr en undir lok síðasta árs sem félagið var samþykkt í MLS-deildina.

Félagið hefur hingað til samið við þrjá leikmenn. Varnarmanninn Christian Makoun og Argentínumennina Matias Pellegrini og Julian Carranza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner