fim 22. ágúst 2019 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel og félagar mjög óvænt úr leik í bikar - Jafntefli hjá Start
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Hulda Margrét
Akureyringurinn Daníel Hafsteinsson var í byrjunarliði Helsingborg þegar liðið féll mjög óvænt úr leik í sænska bikarnum í kvöld.

Helsingborg mætti Oskarshamns AIK, sem er í fallsæti í C-deildinni. Helsingborg er í 12. sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Helsingborg komst yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum sneru heimamenn leiknum við og unnu að lokum 2-1.

Daníel kom til Helsingborg í síðasta mánuðu, en hann hefur spilað 14 mínútur í sænsku úrvalsdeildinni hingað til. Helsingborg er úr leik, en það er IK Brage svo sannarlega ekki.

Bjarni Mark Antonsson var allan tímann á bekknum þegar Brage, sem er í fjórða sæti B-deildarinnar í Svíþjóð, vann 12-0 sigur gegn Dagsbergs.

Aron lék í jafntefli
Í norsku B-deildinni mættust Skeid og Start. Jóhannes Þór Harðarson þjálfar Start og Aron Sigurðarson leikur með liðinu.

Aron var í byrjunarliði Jóhannesar í kvöld og komst Start yfir með sjálfsmarki þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Start missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og jafnaði Skeid stuttu síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Start er í þriðja sæti með 39 stig, tveimur stigum frá Sandefjord sem er í öðru sæti. Tvö efstu liðin fara upp í norsku úrvalsdeildina. Liðin í þriðja til sjötta sæti fara í umspil.


Athugasemdir
banner
banner
banner