Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. ágúst 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ógeðslega gaman að spila þennan leik"
Úr stúkunni á Ásvöllum. Þessi mynd var ekki tekin í kvöld.
Úr stúkunni á Ásvöllum. Þessi mynd var ekki tekin í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Haukar og Afturelding áttust við í fallbaráttuslag í Inkasso-deild karla á þessu fimmtudagskvöldi.

David Eugenio Marquina kom Aftureldingu yfir snemma leiks, en Aron Freyr Róbertsson jafnaði fyrir Hauka um miðbik fyrri hálfleiks. Þetta var hörkuleikur og urðu lokatölur 1-1.

Lestu nánar um leikinn.

Í aðdraganda leiksins ritaði Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari Hauka, pistil þar sem hann bað stuðningsmenn Hauka að mæta á völlinn og styðja við bakið á liðinu.

Mætingin hefur ekki verið stórkostleg á Ásvelli í sumar, en það var nokkuð vel mætt í kvöld og heyrðist ágætlega úr stúkunni.

Ásgeir Þór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, var ánægður með stuðninginn úr stúkunni.

„Mér fannst ofboðslega gaman að sjá loksins fólk í stúkunni. Þetta hefur verið upp og niður. Hrós til stuðningsmanna beggja liða. Það var þokkaleg mæting og fólk lét í sér heyra. Það var ógeðslega gaman að spila þennan leik," sagði Ásgeir í viðtali við Fótbolta.net.
Ásgeir Þór: Erfitt að lenda alltaf undir í byrjun leiks
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner