fim 22. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja það ekki rétt að Llorente sé á leið í Manchester United
Llorente fagnar marki með Tottenham.
Llorente fagnar marki með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það er ólíklegt að Manchester United geri tilboð í spænska sóknarmanninn Fernando Llorente. Þetta segir Daily Mail þrátt fyrir fréttir frá Ítalíu um að samkomulag sé í höfn.

Napoli og Lazio hafa einnig verið orðuð við spænska framherjann sem er án félags eftir tvö tímabil hjá Tottenham.

Manchester United bætti ekki við sig leikmanni eftir að Romelu Lukaku fór til Inter á 73 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans.

Llorente er án félags og því má hann fara til Manchester United þó að glugginn á Englandi sé lokaður. Samkvæmt Gazzetta dello Sport þá er tveggja ára samningur við hinn 34 ára gamla Lorente í höfn hjá United.

Daily Mail segir þetta ekki rétt. Samkvæmt upplýsingum sem Daily Mail er með, þá er United ekki að fara að gera Llorente tilboð á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner