Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 23. ágúst 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Það þarf að koma Coutinho í stand
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac, stjóri Bayern München, segir að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho sé ekki í nægilega góðu formi.

Coutinho mætti til æfinga hjá Bæjurum í vikunni en hann kemur frá Barcelona á lánssamningi.

Coutinho fann sig ekki hjá Börsungum og nú segir Kovac að leikmaðurinn sé ekki í nægilega góðu standi.

„Hann viðurkennir það sjálfur að standið sé ekki nægilega gott og það er okkar mat líka. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í," segir Kovac.

Þýskalandsmeistararnir gerðu jafntefli við Hertha Berlín í fyrstu umferð þýsku deildarinnar og mæta Schalke á morgun.

„Hjá Barcelona þá gengu hlutirnir einfaldlega bara ekki upp. Þetta fór ekki eins og þetta átti að fara," sagði Coutinho í vikunni.

„Það er fortíðin. Nú er ég kominn í nýtt félag sem ég hlakka mikið til að spila fyrir. Ég verð hérna lengi og vonandi mun ég vinna fullt af titlum hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner