Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. ágúst 2019 10:13
Magnús Már Einarsson
Solsjær: Pogba mun skora aftur úr vítaspyrnu
Gæti tekið næstu vítaspyrnu.
Gæti tekið næstu vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
„Ég er viss um að þið munið sjá Paul Pogba skora aftur úr vítaspyrnu fyrir Manchester United," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, á fréttamannafundi í dag.

Pogba klikkaði í fjórða skipti á vítapunktinum á einu ári þegar Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á mánudaginn. Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu gegn Chelsea í fyrsta leik tímabilsins en Pogba heimtaði að taka víti gegn Wolves.

„Sjáum hvað gerist þegar við fáum næsta víti. Við erum að æfa vítaspyrnur og Marcus (Rashford) og Paul eru ennþá vítaskyttur.
Ekki vera hissa ef Marcus eða Paul skora úr næstu spyrnu. Ég er viss um að þeir geri það. Það eru engin slagsmál þeirra á milli."


Pogba varð fyrir barðinu á kynþáttafordómum á Twitter eftir að hann klikkaði á vítaspyrnunni gegn Wolves.

„Paul er í góðu lagi. Paul er sterkur karakter og þetta gerir hann bara sterkari. Ég trúi því ekki að við sitjum hér árið 2019 að tala um þetta," sagði Solskjær.

„Samfélagsmiðlar eru staður þar sem fólk getur falið sig bakvið gælunöfn. Það eru svo margir Ole Gunnar Solskjær aðgangar á samfélagsmiðlum sem ég veit að eru ekki ég."

„Yfirvöld verða að gera eitthvað í aðgöngunum sem eru með haturskilaboð. Maður er leiður fyrir hönd þeirra sem gera þetta því þeir hljóta að eiga við vandamál að stríða."

Athugasemdir
banner
banner