Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. ágúst 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Icardi fær sjöuna hjá Inter
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi verði áfram hjá Inter þrátt fyrir ósætti við félagið.

Icard var fyrirliði Inter þar til í vor þegar Luciano Spalletti tók bandið af honum. Sóknarmaðurinn brást illa við og neitaði að ferðast með liðinu til að keppa í Evrópudeildinni.

Mikil rifrildi spruttu upp í kjölfarið en Icardi fékk þó að spila síðustu níu deildarleiki tímabilsins. Antonio Conte tók við í sumar og sendi strax skýr skilaboð um að Icardi mætti finna sér annað félag. Sóknarmaðurinn hefur ekki tekið þátt í neinum leik á undirbúningstímabilinu og hefur ekki verið að æfa með restinni af hópnum.

Hann hefur þó hafnað öllum félagaskiptaboðum í sumar og mögulegt að honum takist að vinna sig aftur inn í liðið. Það sem ýtir undir þennan orðróm er að Inter tilkynnti treyjunúmer leikmanna á dögunum og valdi Icardi sjöuna.

Hann hefur verið númer 9 frá komu sinni til Inter en Romelu Lukaku fékk níuna þegar hann var keyptur í sumar.

Yann Karamoh var númer 7 á síðustu leiktíð en hann er hjá Parma að láni.
Athugasemdir
banner