Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. ágúst 2019 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Áttum ekki skilið að tapa
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, var sársvekktur eftir 2-0 tap gegn nýliðum Aston Viila í enska boltanum í dag.

Everton kom inn í leikinn með 4 stig og markatöluna 1-0 en það tók Wesley Moraes aðeins 20 mínútur að breyta því.

Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 62 mínúturnar en var svo skipt útaf fyrir Alex Iwobi þegar Silva breytti um taktík.

Hann telur sína menn hafa stjórnað leiknum frá upphafi til enda og ekki átt skilið að tapa.

„Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum og sköpuðum nokkur hálffæri en í fyrsta sinn sem þeir komust í vítateiginn okkar skoruðu þeir. Við vitum vel að þeir eru snöggir að taka aukaspyrnur en strákarnir slökktu aðeins á sér þarna, þeir misstu einbeitingu," sagði Silva.

„Eftir markið vorum við ekki jafn öflugir en samt betri aðilinn á vellinum. Þeir björguðu á línu og spiluðu með níu leikmenn fyrir aftan boltann. Við gerðum breytingar, skiptum um leikkerfi og sköpuðum nóg af færum til að jafna en boltinn fór ekki inn.

„Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik, við vorum við stjórn nánast allan tímann og sköpuðum fleiri færi. Raunin er sú að þú getur ekki unnið fótboltaleik án þess að skora, og við skoruðum ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner