Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 23. ágúst 2019 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
4 deld: KÁ skoraði 21 gegn Kóngunum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Elliði og Ægir enda í efstu sætum D-riðils 4. deildar og mættust þau í innbyrðisviðureign í kvöld. Þetta var ekki aðeins innbyrðisviðureign heldur einnig styrktarleikur fyrir Aron Sigurvinsson sem er á batavegi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi.

Ægismenn voru búnir að tryggja sér toppsætið fyrir leikinn og leiddu þeir nánast allan tímann í Árbænum.

Pétur Óskarsson jafnaði fyrir Elliða á 83. mínútu og náði Óðinn Arnarsson að pota inn sigurmarki í uppbótartíma.

Bæði lið fara í úrslitakeppni um að komast upp í 3. deildina.

Elliði 2 - 1 Ægir
0-1 Atli Rafn Guðbjartsson ('27)
1-1 Pétur Óskarsson ('83)
2-1 Óðinn Arnarsson ('93)

KÁ rúllaði þá yfir Kóngana eins og flest önnur lið hafa gert í sumar. Jakob Jóhann Veigarsson skoraði fjögur mörk og Jóhann Andri Kristjánsson setti sex í 21-0 sigri.

Fyrir leikinn var KÁ búið að skora 27 mörk í 11 leikjum. Liðið lýkur keppni með 17 stig, 8 stigum frá Elliða sem fer í úrslitakeppnina.

Kóngarnir eru mögulega búnir að setja einhverskonar met, en þeir eru stigalausir og með markatöluna -151 eftir sumarið.

Kóngarnir skoruðu fjögur mörk í sumar og komu þau öll í 4-9 tapi gegn Kría um miðjan júní.

KÁ 21 - 0 Kóngarnir
1-0 Jakob Jóhann Veigarsson ('5)
2-0 Kristján Ómar Björnsson ('17)
3-0 Bjarki Þór Þorsteinsson ('21)
4-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('22)
5-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('27)
6-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('30)
7-0 Zlatko Krickic ('32)
8-0 Marteinn Víðir Sigþórsson ('36)
9-0 Jakob Jóhann Veigarsson ('37)
10-0 Jakob Jóhann Veigarsson ('39)
11-0 Jakob Jóhann Veigarsson ('49)
12-0 Bjarki Þór Þorsteinsson ('49)
13-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('52)
14-0 Hilmar Rafn Emilsson ('57)
15-0 Bjarki Þór Þorsteinsson ('60)
16-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('61)
17-0 Egill Örn Atlason ('63)
18-0 Sigurbjörn Bjarnason ('68)
19-0 Egill Örn Atlason ('69)
20-0 Karl Viðar Magnússon ('74)
21-0 Jóhann Andri Kristjánsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner