lau 24. ágúst 2019 16:08
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Leeds óstöðvandi - Huddersfield á botninum
Bamford skoraði þriðja markið í 0-3 sigri gegn Stoke.
Bamford skoraði þriðja markið í 0-3 sigri gegn Stoke.
Mynd: Getty Images
Spilaðir voru ellefu leikir í ensku B-deildinni í dag og hélt slæmt gengi Huddersfield áfram.

Fulham og Huddersfield töpuðu bæði á heimavelli á meðan Cardiff gerði markalaust jafntefli gegn Blackburn.

Fulham hefur farið best af stað af liðunum sem féllu í vor og er með níu stig eftir fimm umferðir. Cardiff er með sjö stig og Huddersfield aðeins með eitt.

Góð byrjun Charlton sem komu upp úr C-deildinni heldur áfram og er liðið i öðru sæti eftir sigur gegn Brentford.

Derby og West Brom gerðu jafntefli á meðan Bristol City vann þriðja leikinn í röð, í þetta sinn á útivelli gegn Hull.

Leeds vann auðveldan sigur gegn Stoke og er á toppi deildarinnar með 13 stig. Lærisveinar Marcelo Bielsa voru nálægt því að komast upp á síðustu leiktíð og eru sigurstranglegastir í deildinni.

Þá var Jón Daði Böðvarsson ónotaður varamaður er Millwall gerði 1-1 jafntefli við Middlesbrough. Liðið er með átta stig eftir fimm leiki.

Barnsley 1 - 3 Luton
0-1 Jacob Butterfield ('2 )
0-2 James Collins ('5 )
0-3 Harry Cornick ('31 )
1-3 Mallik Wilks ('72 )

Blackburn 0 - 0 Cardiff City

Charlton Athletic 1 - 0 Brentford
1-0 Conor Gallagher ('41 )

Derby County 1 - 1 West Brom
1-0 Martyn Waghorn ('6 , víti)
1-0 Martyn Waghorn ('43 , Misnotað víti)
1-1 Kenneth Zohore ('84 , víti)

Fulham 1 - 2 Nott. Forest
0-1 Lewis Grabban ('4 )
0-2 Lewis Grabban ('61 )
1-2 Aleksandar Mitrovic ('83 )

Huddersfield 0 - 2 Reading
0-1 Ovie Ejaria ('70 )
0-2 Michael Morrison ('84 )

Hull City 1 - 3 Bristol City
0-1 Benik Afobe ('41 , víti)
1-1 Jarrod Bowen ('44 )
1-2 Reece Burke ('78 , sjálfsmark)
1-3 Benik Afobe ('80 )

Middlesbrough 1 - 1 Millwall
1-0 Paddy McNair ('70 )
1-1 Tom Bradshaw ('76 )

Preston NE 2 - 1 Sheffield Wed
1-0 Daniel Johnson ('32 , víti)
2-0 Daniel Johnson ('65 , víti)
2-1 Steven Fletcher ('78 )

QPR 3 - 1 Wigan
0-1 Cedric Kipre ('2 )
1-1 Nahki Wells ('48 )
2-1 Eberechi Eze ('61 )
3-1 Jordan Hugill ('81 )

Stoke City 0 - 3 Leeds
0-1 Stuart Dallas ('42 )
0-2 Ezgjan Alioski ('50 )
0-3 Patrick Bamford ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner