Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. ágúst 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að United og Juventus hafi ekki náð saman út af Dybala
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Paulo Dybala hefur tjáð sig um það sem átti sér stað í sumar, þegar Dybala var sterklega orðaður við Manchester United.

Sagan var sú að Dybala hefði ekki farið til United út af launakröfum Argentínumannsins. Hann hefði ekki haft mikinn á Man Utd, en hefði farið þangað ef launin hefðu verið rétt.

Jorge Antun, umboðsmaður Dybala, segir þetta stangast á við sannleikann.

„Já, ég ræddi við enska félagið," sagði Antun við Tuttosport. „En sögurnar eru ekki sannar. Félögin náðu bara ekki saman."

Dybala var ónotaður varamaður á laugardag þegar Juventus vann 1-0 sigur á Parma og spurning hvað gerist hjá honum áður félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar 2. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner