Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. ágúst 2019 09:03
Magnús Már Einarsson
Fred og Alexis Sanchez til Ítalíu?
Powerade
Fred er orðaður við Fiorentina.
Fred er orðaður við Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Neymar er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Neymar er á sínum stað í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag líkt og flesta aðra daga.



Inter hefur tekið upp þráðinn að nýju í viðræðum við Manchester United um Alexis Sanchez (30). Inter vill ganga frá lánssamningi á næstu þremur dögum. (Mirror)

Barcelona hefur lagt fram nýtt tilboð í Neymar (27) leikmann PSG en tilboðið hljóðar upp á pening og leikmenn í skiptum. (Telefoot)

Tottenham óttast að missa Christian Eriksen á 30 milljónir punda áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar eftir viku. (Star)

Belgíska félagið Club Brugge hefur boðið Victor Wanyama, miðjumanni Tottenham, fimm ára samning upp á 65 þúsund pund í vikulaun. (Scottish Sun)

Fiorentina er að undirbúa tilboð í Fred (26) miðjumann Manchester United. (Calciomercato)

Norwich ætlar að reyna að fá markvörðinn Jack Butland (26) frá Stoke í janúar ef verðmiðinn á honum lækkar. (Sun)

Bordeaux vill fá Mohamed Elneny (27) miðjumann Arsenal á láni. (Foot Mercato)

Leeds hefur hafið viðræður við miðjumanninn Kalvin Phillips (23) um nýjan samning en hann vill fá 40 þúsund pund á viku. (Football Insider)

Filipe Luis (34) hafnaði Manchester City, Lyon og Borussia Dortmund áður en hann fór frá Atletico Madrid til Flamengo í sumar. (Globo Esporte)

Danny Simpson (32) fyrrum bakvörður Leicester er í viðræðum við Amiens í Frakklandi. (Sun)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur boðað hinn 15 ára gamla Ben Chrisene á æfingar hjá liðinu. Chrisene spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Exeter á dögunum. (Sun)

Tammy Abraham, framherji Chelsea, missti af liðsrútunni heim eftir 3-2 sigurinn á Norwich um helgina. Abraham skoraði tvívegis í leiknum en hann missti af rútunni þar sem hann var lengi í lyfjaprófi eftir leik. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner