Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. september 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Glódís á toppnum - Anna Rakel tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn er Rosengård lagði Djurgården að velli í Íslendingaslag í efstu deild sænska boltans.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í tapliði Djurgården en Ingibjörg Sigurðardóttir var ekki með.

Anna Anvegård gerði tvennu á fyrstu tólf mínútum leiksins. Mia Jalkerud minnkaði muninn fyrir gestina áður en Hailie Mace gerði endanlega út um leikinn á 85. mínútu. Lokatölur 3-1.

Rosengård trónir á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Vittsjö sem er í öðru sæti. Djurgården tapaði sínum áttunda leik í röð og er í fallsæti, með níu stig eftir sextán umferðir.

Rosengård 3 - 1 Djurgården
1-0 Anna Anvegård ('1)
2-0 Anna Anvegård ('12)
2-1 Mia Jalkerud ('72)
3-1 Hailie Mace ('85)

Anna Rakel Pétursdóttir lék þá allan leikinn er Linköping tapaði fyrir Växjö. Violah Nambi gerði eina mark leiksins á 83. mínútu.

Anna Rakel og stöllur eru í fimmta sæti eftir tapið, aðeins fimm stigum frá Vittsjö sem er í öðru sæti. Annað sætið veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Växjö 1 - 0 Linköping
1-0 Violah Nambi ('83)
Athugasemdir
banner