Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 10. september 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 20. umferð: Vonandi koma fleiri þrennur á næstunni
Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
Kristófer Dan Þórðarson.
Kristófer Dan Þórðarson.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Hulda Margrét
Kristófer Dan Þórðarson leikmaður Hauka gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-0 sigri liðsins á Njarðvík í 19. umferð Inkasso-deildarinnar.

Sigur Hauka var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni sem liðið er í, en Njarðvík situr á botni deildarinnar og er í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar.

„Þetta var hrikalega góður leikur hjá öllum í liðinu. Við börðumst fyrir hvorn annan sem skilaði mikilvægum þrem stigum. Það var hrikalega góð tilfinning að skora þrennu í leiknum og vonandi koma fleiri þrennur á næstunni," sagði Kristófer Dan Þórðarson sem er leikmaður 19. umferðar Inkasso-deildarinnar.

Fyrir leikinn hafði Kristófer Dan sem er fæddur árið 2000 skorað eitt mark með meistaraflokki, því var þessi þrenna honum kærkomin. Hann segir að tímabilið hjá Haukum hafi verið rosalega mikið upp og niður.

„Á köflum höfum við verið að spila mjög góðan fótbolta þótt úrslitin hafa ekki alltaf endað okkur í hag," sagði Kristófer en Luka Kostic tók nýverið við Haukum en tvær þjálfarabreytingar hafa verið hjá Haukum í sumar. Kristófer segir að Luka hafi komið með ferska vina inn í hópinn og hvetji menn til þess að elska spila fótbolta.

„Hann vill að menn njóti sín inná vellinum því þá spilum við á okkar hæsta leveli."

Kristófer Dan er uppalinn hjá FH en gekk í raðir Hauka fyrir þremur tímabilum þegar hann var þá í 2. flokki.

„Ég flutti til Noregs þegar ég var 14 ára og var þar í rúmlega tvö ár. Þegar ég flutti heim þá vildi ég nýja áskorun og meiri möguleika á meistaraflokks bolta, það hefur bara verið uppá við síðan."

Bæði Magni og Afturelding unnu góða sigra í umferðinni á sunnudaginn. Kristófer segir að það hafi verið ömurleg tilfinning að sjá bæði liðin ná í sigra á sunnudaginn.

„Maður var heldur betur ekki að búast við svona úrslitum," sagði Kristófer sem býst við stríði í síðustu tveimur leikjum Hauka í deildinni en Haukar eiga eftir að mæta Keflavík og Gróttu.

Við munum koma dýrvitlausir til leiks og ætlum okkur að halda okkur í deildini," sagði besti leikmaður 19. umferðarinnar að lokum.

Sjáðu einnig
Bestur í 19. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Bestur í 18. umferð - Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Bestur í 17. umferð - Arnar Þór Helgason (Grótta)
Bestur í 16. umferð - Roger Banet (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Rafael Victor (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 13. umferð - Dino Gavric (Þór)
Bestur í 12. umferð - Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Bestur í 11. umferð - Kenneth Hogg (Njarðvík)
Bestur í 10. umferð - Jasper Van Der Hayden (Þróttur)
Bestur í 9. umferð - Már Ægisson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Marcao (Fram)
Bestur í 7. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Bestur í 6. umferð - Alvaro Montejo (Þór)
Bestur í 5. umferð - Nacho Heras (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Bestur í 3. umferð - Axel Sigurðarson (Grótta)
Bestur í 2. umferð - Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Bestur í 1. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner