Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. september 2019 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Kári missir líklega af bikarúrslitunum - „Gætu verið stór meiðsli"
Kári Árnason missir líklega af bikarúrslitum Víkings R. og FH
Kári Árnason missir líklega af bikarúrslitum Víkings R. og FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, leikmaður Víkings R. og íslenska landsliðsins, fór haltrandi af velli í 4-2 tapi Íslands gegn Albaníu í kvöld en það er útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitunum og mögulega restinni af tímabilinu.

Kári stóð vaktina í miðri vörn Íslands gegn Albaníu en undir lok leiks meiddist hann aftan í læri og gat ekki klárað leikinn.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Víking en liðið mætir FH í bikarúrslitum á laugardag.

Talið er að Kári verði frá í bikarúrslitunum og möguleika út þessa leiktíð.

„Hann gat ekki hreyft sig. Þetta gætu verið stór meiðsli, ég veit það ekki," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari eftir leik aðspurður út í meiðsli Kára



Athugasemdir
banner
banner
banner