Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 11. september 2019 10:48
Elvar Geir Magnússon
Félag Arnars búið að borga - Vill að gjaldþrotið verði dæmt ógilt
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roeselare í Belgíu hefur svarað dómstólnum sem dæmdi félagið gjaldþrota í gær. Eigandi á veitingastað hafði dregið Roeselare fyrir dóm vegna skulda en ný stjórn félagsins segist ekki hafa vitað af málinu.

Stjórnarskipti urðu hjá Roeselare fyrir þetta tímabil en nýja stjórnin vissi ekki af þessum skuldum sem voru frá síðasta tímabili.

Arnar Grétarsson var ráðinn þjálfari Roeselare í byrjun ágústmánaðar. Liðið er með tvö stig eftir fimm umferðir í belgísku B-deildinni.

Roeselare hefur síðustu ár verið að glíma við fjárhagsvandræði en nýja stjórnin segir að búið sé að standa við allar skuldbindingar og fjárhagsmálin séu í góðum farvegi.

Búið er að ráða lögmann sem fær það verkefni að sjá til þess að gjaldþrotsdómurinn verði afturkallaður.

Arnar Grétarsson og hans lærisveinar mæta Excelsior Virton á sunnudag. Þegar Arnar tók við þjálfun liðsins sagði hann við fjölmiðla að félagið hefði verið að glíma við fjárhagsvandamál en væri að rétta úr kútnum. Leikmannahópurinn var þunnskipaður þegar Arnar tók við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner