mið 11. september 2019 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: HK/Víkingur fallið
Brenna Lovera skoraði tvö
Brenna Lovera skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍBV 3 - 1 HK/Víkingur
1-0 Emma Rose Kelly ('52 )
2-0 Brenna Lovera ('59 )
3-0 Brenna Lovera ('77 )
3-1 Simone Emanuella Kolander ('84 )

HK/Víkingur er fallið niður í Inkasso-deild kvenna eftir 3-1 tap gegn ÍBV í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Emma Rose Kelly ÍBV yfir á 52. mínútu áður en Brenna Lovera tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar.

Lovera var aftur á ferðinni á 77. mínútu áður en Simone Emanuella Kolander minnkaði muninn á 84. mínútu.

Lokatölur 3-1 fyrir ÍBV og er liðið svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en liðið er nú með 15 stig, fimm stigum á undan Keflavík fyrir síðustu tvær umferðirnar. HK/Víkingur er í neðsta sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner