Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland um helgina - Bikarúrslit og risaleikur í Pepsi Max kvenna
FH og Víkingur R. mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun.
FH og Víkingur R. mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fær Leikni R. í heimsókn.
Fjölnir fær Leikni R. í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik tekur á móti Val í toppslag í Pepsi Max-deild kvenna.
Breiðablik tekur á móti Val í toppslag í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf nauðsynlega stig í fallbaráttunni, þeir heimsækja ÍA á sunnudaginn.
Grindavík þarf nauðsynlega stig í fallbaráttunni, þeir heimsækja ÍA á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður heldur betur mikið um að vera í íslenska boltanum um helgina, bikarúrslitaleikur karla fer fram á morgun og svo má segja að það sé úrslitaleikur í Pepsi Max kvenna á sunnudaginn.

Í kvöld fer fram næst síðasta umferð Inkasso-deildar kvenna, Þróttur R. hefur nú þegar tryggt sér sigur í deildinni. FH getur tryggt sæti sitt í Pepsi Max-deildinni að ári með sigri á Augnablik í kvöld. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17:15.

Það er mikil spenna í Inkasso-deild karla, bæði í efri og neðri hlutanum, næst síðasta umferð deildarinnar fer fram á morgun. Stærsti leikurinn þar er viðureign Fjölnis sem situr í toppsætinu og Leiknis R. sem er að berjast um að komast upp.

Grótta er með stigi meira en Leiknir R. í 2. sæti og þeir heimasækja botnlið Njarðvíkur sem á veika von um að halda sér uppi, miklvægur leikur þar fyrir bæði lið. Magni og Þróttur R. mætast í fallbaráttuslag í Grenivík. Afturelding er einnig í fallbaráttu þeir mæta Víkingi Ó. og annað lið sem er í fallbaráttu, Haukar fá Keflavík í heimsókn.

Í 2. deild fer fram heil umferð á morgun, þar er mikil spenna í toppbaráttunni. Það er einmitt toppslagur í deildinni á morgun þegar Leiknir F. sem situr í 2. sæti fær topplið Vestra í heimsókn. Selfoss er einnig í baráttu um að komast upp, þeir fá Völsung í heimsókn.

Fimm leikir fara fram í 3. deild, þar getur KF tryggt sér sæti í 2. deild með sigri á Reyni Sandgerði. Í 4. deild ráðast úrslitin í úrslitakeppninni í dag, Ægir og Elliði mætast í úrslitaleiknum. Hvíti Riddarinn og Kormákur/Hvöt spila um 3. sætið.

Klukkan 17:00 verður svo flautað til leiks á Laugardalsvelli í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem FH og Víkingur R. mætast.

Á sunnudaginn fer fram næsta síðasta umferð Pepsi Max-deildar kvenna og það er heldur betur stór leikur á dagskránni þar. Valur og Breiðablik sem hafa verið að berjast um toppsætið í allt sumar mætast klukkan 19:15 á Kópavogsvelli. Valur er á toppnum með 46 stig, Breiðablik er með tveimur stigum minna í 2. sæti.

Keflavík þarf að vinna sinn leik gegn HK/Víking og treysta á að ÍBV tapi stigum gegn Fylki ef þær ætla að eiga sér von um að halda sér uppi. KR mætir Selfossi klukkan 14:00 og Þór/KA fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 14:45.

Í Pepsi Max-deild karla fara fram tveir leikir á sunnudaginn KA tekur á móti HK klukkan 16:00 á sama tíma mætast ÍA og Grindavík, þar þurfa Grindvíkingar nauðsynlega þrjú stig ef þeir ætla sér að halda sér uppi.

föstudagur 13. september

Inkasso deild kvenna
17:15 Grindavík-Haukar (Mustad völlurinn)
17:15 ÍA-Afturelding (Norðurálsvöllurinn)
17:15 ÍR-Tindastóll (Hertz völlurinn)
17:15 Fjölnir-Þróttur R. (Extra völlurinn)
17:15 FH-Augnablik (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 14. september

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Haukar-Keflavík (Ásvellir)
14:00 Njarðvík-Grótta (Rafholtsvöllurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Extra völlurinn) (Stöð 2 Sport)
14:00 Afturelding-Víkingur Ó. (Varmárvöllur - gervigras)
14:00 Fram-Þór (Framvöllur)
14:00 Magni-Þróttur R. (Grenivíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Þróttur V.-Víðir (Vogaídýfuvöllur)
14:00 Leiknir F.-Vestri (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Selfoss-Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFG-Fjarðabyggð (Samsung völlurinn)
14:00 Tindastóll-Kári (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-ÍR (Dalvíkurvöllur)

3. deild karla
14:00 KV-Höttur/Huginn (KR-völlur)
14:00 Augnablik-Einherji (Fagrilundur - gervigras)
14:00 KH-Álftanes (Valsvöllur)
14:00 Sindri-Kórdrengir (Sindravellir)
14:00 KF-Reynir S. (Ólafsfjarðarvöllur)

Mjólkurbikar karla
17:00 Víkingur R.-FH (Laugardalsvöllur) (Stöð 2 Sport)

4. deild karla úrslitakeppni - 4. deild karla
3. sæti
13:00 Kormákur/Hvöt - Hvíti Riddarinn
Úrslitaleikur
13:00 Ægir - Elliði

sunnudagur 15. september

Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn) (Stöð 2 Sport)
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 KR-Selfoss (Meistaravellir)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
14:00 Keflavík-HK/Víkingur (Nettóvöllurinn)
14:45 Þór/KA-Stjarnan (Þórsvöllur)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur) (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner