Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Varnarmaður Crystal Palace elskar íslenska náttúru
Joel Ward fagnar marki með Crystal Palace.
Joel Ward fagnar marki með Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Joel Ward, varnarmaður Crystal Palace, er mikill náttúruaðdándi og hann hreifst af Íslandi þegar hann kom til landsins í frí í fyrrasumar.

Í sumar fór Ward til Noregs þar sem hann var ásamt bróður sínum Alex og vini sínum Dan. Þeir nutu náttúrunnar þar, fóru á kajak og dvöldu fjarri mannabyggðum þar sem þeir þurftu sjálfir að hita vatn til að fara í sturtu.

„Það er gott að losna við allt af bakinu. Ég vil komast úr alfaraleið og fara aðeins út fyrir allt," sagði Ward í viðtali við The Times.

„Þetta var aðeins erfiðara á Íslandi í fyrra því þá var ég á hækjum (eftir aðgerð). Þú sérð þessa staði og þú hrífst af því hversu heppinn þú ert. Þú hrífst af þessari ótrúlegu stærðargráðu. Ætli ég sé ekki aðeins öðruvísi fyrst ég heimsæki þessa staði."

Ward er trúaður og fer með bænir inni á vellinum fyrir leiki hjá Crystal Palace. „Ég væri ekki í þessari stöðu ef það væri ekki fyrir trúna og mér finnst það vera blessun. Ég tel sjálfan mig njóta forréttinda," sagði Ward.
Athugasemdir
banner
banner