Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Adda Baldurs: Þetta mun ráðast á litlum hlutum
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég reikna með galopnum leik með sterkum varnarleik," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðjumaður Vals, aðspurð út í stórleikinn gegn Breiðabliki í kvöld.

Valur er með tveggja stiga forskot á Breiðablik fyrir leikinn en þessi lið hafa verið að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Hefur lið Vals beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik?

„Í sannleika sagt þá höfum við ekkert verið að einbeita okkur að þessum leik fyrr en á fyrstu æfingu eftir ÍBV leikinn. Við erum meðvitaðar um að þetta er mikilvægur leikur en við þurftum að klára leikina á undan svo að þetta yrði mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Adda.

„Ég met möguleikana auðvitað góða, við þurfum að eiga góðan dag en ef við spilum eins og við höfum spilað í sumar þá er ég mjög bjartsýn. Blika liðið er auðvitað feikna sterkt þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar og með fjöldann allan af landsliðsmönnum sem við þurfum að hafa gætur á."

Aðspurð út í lykilinn að sigri í leiknum í kvöld sagði Adda: „Fókusa inn á við - hugsa um okkur og ná því besta út úr sér og næsta manni. Held að bæði lið hafi sýnt það í sumar að þetta er uppgjör tveggja bestu liðanna og þetta mun ráðast á þessum svokölluðu litlu hlutum í þessum leik."

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli og Adda reiknar með góðum stuðningi í stúkunni. „Já það geri ég svo sannarlega. Ég er fullviss um að Valsarar munu fjölmenna og styðja okkur. Við höfum haft góðan kjarna af miklum meisturum sem hafa fylgt okkur á útileiki og ég reikna með því að það muni bæstast vel í þennan kjarna."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner