Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 16. september 2019 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Máni: Finnst það svo ömurlegt að spila leikinn svona
Brynjólfur var gagnrýndur í Pepsi Max-mörkunum.
Brynjólfur var gagnrýndur í Pepsi Max-mörkunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Pepsi Max-mörkunum í kvöld var birt myndskeið úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar í kvöld. Á myndskeiðinu sést þegar Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Breiðabliks, og Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, féllu heldur auðveldlega í leiknum.

Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur þáttarins, gagnrýndi þetta mjög. Hann vill ekki sjá svona.

„Brynjólfur verður að fara að hætta þessu," sagði Máni. „Þetta á við fleiri unga leikmenn, þetta fer gjörsamlega í taugarnar á mér."

„Þetta er ekki boðlegt Alex Þór Hauksson og hann á svoleiðis eftir að fá að heyra það næst þegar ég hitti hann."

„Það eru ungu strákarnir og Danirnir sem eru mikið í þessu. Ég hef ekki trú á því að það sé alvöru knattspyrnufélag í Evrópu að leita af frábærum leikmanni sem er góður í að dýfa sér."

„Mér finnst það svo ömurlegt að spila leikinn svona. Þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér hjá þessum frábæru leikmönnum, allt eru þetta frábærir leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner