Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. september 2019 16:00
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar: Hart barist um markið
Guðný Geirsdóttir er í markinu.
Guðný Geirsdóttir er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir átti góðan leik gegn gömlu félögunum í Val.
Hildur Antonsdóttir átti góðan leik gegn gömlu félögunum í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karitas Tómasdóttir er í liðinu eftir sigur Selfoss á KR.
Karitas Tómasdóttir er í liðinu eftir sigur Selfoss á KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram um helgina. Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í toppslagnum og því er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ennþá í gangi fyrir lokaumferðina. Heiðdís Lillýardóttir skoraði jöfnunarmark Breiðabliks undir lokin og hún er í liði umferðarinnar líkt og Hildur Antonsdóttir sem átti góðan dag á miðjunni.

Hart var barist um markvarðarstöðuna í liði umferðarinnar að þessu sinni en Sandra Sigurðardóttir (Valur), Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan) og Guðný Geirsdóttir (ÍBV) voru allar valdar bestar í sínum leikjum. Guðný er í liði umferðarinnar eftir sigur ÍBV á Fylki líkt og hin unga Helena Jónsdóttir.

Selfoss gulltryggði 3. sætið í deildinni með sterkum 2-0 útisigri á KR. Allison Murphy skoraði bæði mörkin, Karítas Tómasdóttir var maður leiksins og Barbára Sól Gísladóttir átti góðan leik í bakverðinum. Alfreð Jóhannsson er þjálfari umferðarinnar.

Keflavík féll þrátt fyrir öruggan 4-1 sigur á HK/Víkingi. Natasha Anasi skoraði tvö mörk og Sveindís Jane Jónsdóttir eitt í þeim leik. Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði og var best hjá HK/Víkingi í leiknum.

Lára Kristín Pedersen er á miðjunni en hún átti góðan leik þegar Þór/KA gerði jafntefli við fyrrum liðsfélaga hennar í Stjörnunni.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner