Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. september 2019 15:30
Fótbolti.net
Logi Tómasson: Var of hátt uppi og missti tökin
Logi fagnar eftir bikarúrslitaleikinn um helgina.
Logi fagnar eftir bikarúrslitaleikinn um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi fagnar með stuðningsmönnum Víkings.
Logi fagnar með stuðningsmönnum Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, vinstri bakvörður Víkings, skaust með látum fram á sjónarsviðið í vor þegar hann skoraði glæsilegt mark í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar gegn Val. Logi samdi lag í kjölfarið um markið.

Logi spilaði talsvert í byrjun sumars en datt síðan út úr liðinu hjá Víkingi. Hann kom hins vegar á ný inn í byrjunarliðið í bikarúrslitunum gegn FH um helgina og stóð vaktina vel í leiknum. Logi viðurkennir að hann hafi verið of hátt uppi í skýjunum eftir markið gegn Val.

„Ég var svolítið hátt uppi eftir þetta Valsmark og missti tökin. Hausinn fór smá og ég var að pirra mig á litlum hlutum. Ég hef komið inn á síðustu leikjum og þegar ég fékk þennan leik núna kom ég með meiri kraft," sagði Logi í Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

„Ég fatta núna eftir á að ég var of hátt uppi. Strákarnir voru að reyna að segja það við mig en maður hlustar ekkert. Maður er ennþá og gerir mistök."

Segir tónlistina ekki trufla fótboltann
Logi segir að lagið eftir Valsleikinn hafi ekki átt að fara í dreifingu: „Þetta átti bara að vera fyrir mig og vini mína og átti ekki að fara neitt," sagði Logi en hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Logi segir að tónlistin sé ekki að trufla fótboltann hjá sér.

„Ég get gert bæði. Ég fókusa á æfingar þegar eru æfingar og hugsa um leiki þegar eru leikir. Ég er ekki upp í stúdíó þegar eru leikir," sagði Logi en hann fór nánar yfir tónlistina í Miðjunni.

„Stefnan er að fara í atvinnumennsku í fótbolta og ef ég fer út þá verður erfitt að halda áram í tónlist," sagði Logi.

Logi, sem notar listamannsnafnið Luigi, tók lagið á sigurhátíð Víkings eftir bikarúrslitin um helgina en hann hefur fengið fyrirspurnir um að koma fram á böllum í vetur.

Hér að neðan má hlusta á Miðjuna í heild sinni.
Miðjan - Víkingar í bikarsigurvímu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner