Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu tæklinguna: Coquelin slapp með gult
Mynd: Getty Images
Francis Coquelin og Gabriel Paulista voru tveir fyrrum leikmenn Arsenal sem voru í byrjunarliði Valencia gegn Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Valencia vann leikinn 0-1 þrátt fyrir yfirburði Chelsea en Coquelin var heppinn að fá að hanga á vellinum í meira en tíu mínútur.

Coquelin gerðist sekur um afar ljóta tæklingu, þó hún hafi verið óviljandi. Hann missti vald á knettinum, náði að sparka honum frá sér en endaði á að strauja hinn efnilega Mason Mount illa eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Mount fór af velli skömmu síðar og kemur í ljós í dag eða á morgun hvort um sé að ræða alvarleg meiðsli. Coquelin fékk gult spjald frir tæklinguna.




Athugasemdir
banner
banner