mið 18. september 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Ída Marín með tilboð frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður Fylkis, er með samningstilboð frá Val en Morgunblaðið greinir frá þessu.

Hin 17 ára gamla Ída Marín verður samningslaus hjá Fylki í október og gæti þá gengið í raðir Vals.

Ída hefur verið í lykilhlutverki hjá nýliðum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar en hún hefur skorað sjö mörk í sautján leikjum í sumar.

Ída hefur einnig skorað sex mörk í nítján leikjum á ferlinum með yngri landsliðum Íslands.

Foreldrar hennar eru Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson en þau léku bæði fjölmarga landsleiki á ferli sínum.

Lokaumferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer fram á laugardginn og þar getur Valur orðið Íslandsmeistari með sigri eða jafntefli við Keflavík. Fylkir spilar á sama tíma við Breiðablik sem er í 2. sætinu.

Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, var spurður út í sögusagnir með Ídu eftir leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudaginn. „Það hefur enginn leikmaður samið við okkur," sagði Eiður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner