Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. september 2019 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: 18 ára framherji stal senunni í sigri Arsenal
Bukayo Saka skoraði og lagði upp í sigrinum
Bukayo Saka skoraði og lagði upp í sigrinum
Mynd: Getty Images
Lazio tapaði fyrir Cluj frá Rúmeníu
Lazio tapaði fyrir Cluj frá Rúmeníu
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar hófst í kvöld en Arsenal vann góðan 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi.

Hinn ára gamli Bukayo Saka var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu með Arsenal en hann var í byrjunarliði liðsins í kvöld og átti eftir að koma mikið við sögu.

Frankfurt hóf leikinn vel og átti liðið nokkur góð færi áður en miðjumaðurinn ungi, Joe Willock, kom Arsenal yfir. Hann átti þá skot úr teignum sem fór af varnarmanni og yfir Kevin Trapp í markinu. Saka átti sendinguna á Willock.

Staðan 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en á 56. mínútu átti Granit Xhaka hörkuskot í slá úr aukaspyrnu.

Frankfurt lék manni færri síðustu tíu mínúturnar er Dominik Kohr fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir brot á Saka.

Saka tók þá leikinn i sínar hendur og bætti við öðru marki á 85. mínútu eftir laglega sendingu frá Nicolas Pepe. Saka lét vaða rétt fyrir utan teig og hafnaði boltinn í netinu.

Saka lagði svo upp þriðja og síðasta mark Arsenal en hann stal þá boltanum af David Abraham, fyrirliða Frankfurt, áður en hann lagði boltann fyrir Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði. Lokatölur 3-0 og Arsenal í góðum málum.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem tapaði 1-0 fyrir Dynamo Kiev í Úkraínu. Arnór fór af velli á 86. mínútu leiksins.

Jón Guðni Fjóluson var þá á bekknum er rússneska liðið Krasnodar tapaði 5-0 fyrir svissneska liðinu Basel.

Dudelange frá Lúxemborg virðist ætla vera spútniklið ársins í Evrópudeildinni en liðið vann APOEL frá Kýpur 4-3 í dramatískum leik. Í sama riðli vann Sevilla lið Qarabag 3-0.


Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

APOEL 3 - 4 Dudelange
0-1 Danel Sinani ('36 )
0-2 Antoine Bernier ('51 )
1-2 Andrija Pavlovic ('54 )
2-2 Tomas De Vincenti ('56 , víti)
3-2 Andrija Pavlovic ('58 )
3-3 Dominik Stolz ('72 )
3-4 Danel Sinani ('82 )

Qarabag 0 - 3 Sevilla
0-1 Javier Hernandez ('62 )
0-2 Munir El Haddadi ('78 )
0-3 Oliver Torres ('85 )

B-riðill:

Dynamo K. 1 - 0 Malmo FF
1-0 Vitaliy Buyalskyy ('84 )

FC Kobenhavn 1 - 0 Lugano
1-0 Michael Santos ('50 )

C-riðill:

Basel 5 - 0 FK Krasnodar
1-0 Kevin Bua ('9 )
2-0 Kevin Bua ('40 )
3-0 Luca Zuffi ('52 )
3-1 Tonny Vilhena ('54 , sjálfsmark)
4-1 Noah Okafor ('79 )

Getafe 1 - 0 Trabzonspor
1-0 Angel Rodriguez ('18 )

D-riðill:

PSV 3 - 2 Sporting
1-0 Donyell Malen ('20 )
1-1 Sebastian Coates ('25 , sjálfsmark)
1-2 Bruno Fernandes ('38 , víti)
2-2 Timo Baumgartl ('48 )
2-3 Pedro Mendes ('82 )

LASK Linz 1 - 0 Rosenborg
1-0 James Holland ('45 )

E-riðill:

Rennes 1 - 1 Celtic
1-0 Mbaye Niang ('38 , víti)
1-1 Ryan Christie ('59 , víti)
Rautt spjald:Vakoun Issouf Bayo, Celtic ('90)

Cluj 2 - 1 Lazio
0-1 Bastos ('25 )
1-1 Ciprian Deac ('41 , víti)
2-1 Billel Omrani ('75 )

F-riðill:

Eintracht Frankfurt 0 - 3 Arsenal
0-1 Joseph Willock ('38 )
0-2 Bukayo Saka ('85 )
0-3 Pierre Emerick Aubameyang ('87 )
Rautt spjald:Dominik Kohr, Eintracht Frankfurt ('79)

Standard 2 - 0 Guimaraes
0-1 Florent Hanin ('66 , sjálfsmark)
1-1 Paul-Jose Mpoku ('90 )
Athugasemdir
banner
banner