Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. september 2019 22:19
Brynjar Ingi Erluson
10 milljóna króna úri Dolberg stolið úr klefa Nice
Kasper Dolberg í leik með danska landsliðinu
Kasper Dolberg í leik með danska landsliðinu
Mynd: EPA
Kasper Dolberg, framherji Nice í frönsku A-deildinni, varð fyrir miklu óláni á dögunum en stolið var 10 milljón króna úr úr klefa félagsins sem var í eigu danska landsliðsmannsins.

Nice keypti Dolberg frá Ajax undir lok gluggans en hann hefur spilað einn leik í frönsku deildinni.

Hann var ekki með á æfingu Nice á þriðjudag vegna veikinda en þegar hann mætti á æfingu í gær þá fann hann ekki úrið sitt sem er metið á tæplega 10 milljónir króna.

Samkvæmt Nice-Matin var úrinu stolið úr búningsklefa Nice en málið er í rannsókn hjá félaginu.

Dolberg á að baki 13 landsleiki fyrir danska landsliðið og hefur hann gert 3 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner