Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 20. september 2019 21:57
Helga Katrín Jónsdóttir
Sandra Sif um að leggja skóna á hilluna: Þetta er bara orðið gott
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem Augnablik tók á móti Fjölni. Bæði lið tryggðu sæti sín í deildinni í síðustu umferð og var leikurinn tíðindalítill og lauk með 0-0 jafntefli.


Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  0 Fjölnir

"Já það er víst, þetta var lokaleikur, erfitt og lítið að spila um. Maður hefði eiginlega getað spáð þessum úrslitum fyrir fram. Þetta er bara eins og gengur og í svona veðri líka."

Sandra tilkynnti fyrir leik að hún myndi leggja skóna á hilluna eftir leikinn eftir flottan feril.

"Já þetta er bara orðið gott held ég, ég er búin að spila mín 16 ár í efstu deild, búin að fara til Bandaríkjanna og til Noregs ásamt því að vinna Íslandsmeistaratitla. Svo ég held að þetta sé bara réttur tími til að leggja skóna á hilluna og halda þeim aðeins þar."

"Ég er búin að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma en vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta eftir að strákurinn kom." 

Getur Sandra hugsað sér að taka skóna af hillunni einn daginn?

"Ég ætla aldrei að segja aldrei en eins og er þá er ég ekki að hugsa um það."

Er Sandra sátt með tímabilið hjá Augnabliki?

"Já í rauninni, við erum að koma upp úr 2. deild og erum að byggja á mjög ungu liði. Þetta er bara frábært hjá okkur með þessa ungu leikmenn að enda um miðja deild og gefa leikmönnunum reynslu."

Viðtalið við Söndru má sjá hér að ofan en litli strákurinn hennar var með í för.
Athugasemdir
banner
banner