Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 20. september 2019 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Árni (til hægri) með Guðna Eiríkssyni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Við vorum búnar að bíða eftir þessu í fjóra leiki og kominn tími á þetta. Heldur betur sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum, sagði aðstoðarþjálfari FH, Árni Freyr Guðnason, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Okkur fannst við vera með lið sem átti að fara upp, eitt af betri liðunum. Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi."

„Mér fannst leikurinn í kvöld góður. Eðlilega var mikið stress framan af en eftir að þær misstu mann af velli tókum við yfir og þá var þetta aldrei í hættu."

„Markið kom ekki í fyrri hálfleik og við vorum að spila gegn sterkum vindi í seinni hálfleik. Í hálfleik var maður smá "nervous" með þetta en sem betur fer kláruðum við dæmið."


Talið barst næst að leikmannahópi liðsins og hvernig hann mun líta út á komandi leiktíð.

„Ég veit af einhverjum leikmönnum sem við erum að horfa til. Við vildum klára okkar og sjá svo til. Ég held að það séu allir leikmenn með samning nema Birta (Georgsdóttir) sem er á láni (frá Stjörnunni), við viljum að sjálfsögðu halda henni.

Í kjölfarið var Árni spurður út í sína framtíð sem og aðalþjálfarans Guðna Eiríkssonar.

„Það er góð spurning. Ég held að Guðni sé með samning áfram en ég er það ekki. Við hljótum að setjast niður og höldum vonandi þessu frábæra samstarfi áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner