Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 20. september 2019 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekkt eftir leikinn, við hefðum viljað fá meira út úr honum, sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr átján leikjum.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við vera miklu betri en þær í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik verðum við manni færri og þá varð þetta svolítið erfitt fyrir okkur en við héldum aftur af þeim og ætluðum okkur öll stigin en þetta er niðurstaðan."

„Ég var búinn að segja í einhverju viðtali að við ætluðum að vera um miðbik deildarinnar og mér fanns við geta verið ofar ef meiðsli hefðu fallið með okkur. Lykilmenn sem duttu út hjá okkur eftir fyrri umferðina."


Næst barst talið að komandi leiktíð.

„Það er búið að bjóða mér tveggja ára saming og stefnan hjá okkur, mér og Alla (Alexander Aron Davorsson, hinn þjálfari Aftureldingar) er að berjast um Pepsi-(Max) deildina á næsta ári. Við ætlum okkur að gera betur en núna og þá er ekkert annað í boði en fyrsta eða annað sætið."

„Leikmannahópurinn á eftir að breytast eins og síðustu ár en við ætlum okkur stóra hluti á næsta ári."


Júlíus var að lokum spurður út í hvort að Afturelding væri nú þegar búið að ganga frá einhverjum samningum við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð.

„Það eru allir velkomnir í Aftureldingu, sérstaklega góðir leikmenn. Við munum auðvitað sækja leikmenn sem munu hjálpa okkur að ná okkar markmiði."
Athugasemdir
banner
banner