Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. september 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magni í fallsæti í 40 af 44 umferðum
Samt ekki fallið úr Inkasso-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni hélt sér í gær uppi í Inkasso-deild karla annað tímabilið í röð. Liðið verður áfram í næst efstu deild næsta sumar.

Það er í rauninni ótrúlegt að liðið sé enn í Inkasso-deildinni í ljósi þess hve oft liðið hefur verið í fallsætinu þar.

Fótboltaáhugamaðurinn Jóhann Már Kristinsson tekur það saman og segir frá því á Twitter að Magni hafi verið í 40 umferðum af 44 í fallsæti í Inkasso-deildinni, á tveimur árum sínum í deildinni.

Í fyrra bjargaði Magni sér á ævintýralegan hátt, með dramatískum sigri gegn ÍR í lokaumferðinni. Í gær bjargaði liðið sér svo með markalausu jafntefli gegn Þór. Tap þar hefði fellt liðið.

„Ekkert félag betra í að toppa á réttum tíma en Magnamenn... 2 ár í Inkasso. 44 umferðir. 40 umferðir í fallsæti. 0 Föll! Vel gert Svenni og félagar í Magna Grenivík," skrifar Jóhann á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner