Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Icardi um Wöndu: Ég átta mig á því að hún var með liðsfélaga mínum
Mauro Icardi og Maxi Lopez voru eitt sinn bestu vinir
Mauro Icardi og Maxi Lopez voru eitt sinn bestu vinir
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Mauro Icardi ræddi við Canal Plus í Frakklandi um eiginkonu og umboðsmann sinn, Wöndu Icardi, en þau tvö hafa verið mikið í umræðunni síðustu árin.

Icardi gekk til liðs við Paris Saint-Germain á láni frá Inter undir lok gluggans en fyrr á árinu gagnrýndi Wanda leikmenn og stjórnarmenn Inter en Mauro var sviptur fyrirliðabandinu í kjölfarið.

Hann neitaði svo að spila gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni en það liðu 53 dagar þangað til hann spilaði næsta leik. Hann kláraði tímabilið með Inter en ljóst var að hann myndi yfirgefa Inter í glugganum.

„Ég hef verið með Wöndu í sjö ár. Hún er fræg persóna og það er ég líka, svo við erum meðvituð um hvernig það virkar. Það breytir því ekki hvernig ég hugsa eða spila, annars hefði ég aldrei skorað 150 mörk fyrir Inter," sagði Mauro við Canal Plus.

Wanda hefur oft farið mikinn í fjölmiðlum en hún var áðu gift Maxi Lopez, fyrrum liðsfélaga Mauro hjá Sampdoria. Þeir koma báðir frá Argentínu og voru góðir vinir á Ítalíu áður en Mauro og Wanda fóru að rugla saman reytum.

„Ég skil að það er ekki alveg viðurkennt að hún hafi verið gift fyrrum liðsfélaga en við urðum ástfangin og maður ræður ekki hverjum maður verður ástfanginn af!"

„Að hafa Wöndu sem umboðsmann er besta ákvörðun sem ég gat tekið fyrir fjölskylduna og ferilinn. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um það og ég er maður sem kemur fram við konur á sama hátt og ég kem fram við karla. Ég á þrjá syni og tvær dætur og ég geri ekki upp á milli þeirra og gef þeim sömu gjafir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner