Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. september 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Wesley: Við eigum að vinna þessa leiki
Wesley skoraði en var ósáttur við lokatölur leiksins
Wesley skoraði en var ósáttur við lokatölur leiksins
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Wesley var allt annað en sáttur með 3-2 tapið gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal spilaði manni færri allan síðari hálfleikinn.

Jon McGinn kom Aston Villa yfir á 20. mínútu og þá var Ainsley Maitland-Niles rekinn af velli á 41. mínútu. Aston Villa var komið í kjörstöðu en Nicolas Pepe jafnaði metin úr víti í þeim síðari.

Wesley kom Villa yfir eftir frábæran undirbúning frá Jack Grealish en Arsenal kom til baka og skoraði tvö mörk.

„Við erum vonsviknir. Við vorum ellefu á móti tíu mönnum Arsenal og við verðum að vinna þessa leiki," sagði Wesley.

„Við spiluðum vel í 60 mínútur. Við skoruðum og þeir bökkuðu og svo skora þeir þrjú mörk. Við verðum að leggja meira á okkur því það er ekki hægt að tapa á þennan hátt," sagði Wesley ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner