Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. september 2019 09:44
Brynjar Ingi Erluson
Getur Xavi þjálfað Messi og Busquets? - Everton vill Poulsen
Powerade
Xavi Hernandez er orðaður við Barcelona
Xavi Hernandez er orðaður við Barcelona
Mynd: Getty Images
Yussuf Poulsen á leið til Everton?
Yussuf Poulsen á leið til Everton?
Mynd: Getty Images
Það er komið að brakandi fersku slúðri þennan mánudagsmorguninn en hér fyrir neðan má sjá helstu mola dagsins.

Xavi, fyrrum miðjumaður Barcelona og núverandi stjóri Al-Sadd í Katar, segir að það væri ekkert mál fyrir hann að þjálfa Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets hjá Barcelona. (Ara)

Tottenham sendu njósnara til að fylgjast með Riccardo Sottil hjá Fiorentina en þessi 20 ára vængmaður er í U21 árs landsliði Ítalíu. (Express)

Líkurnar á því að Chelsea kaupi Elseid Hysaj frá Napoli næsta sumar eru afar litlar þar sem Napoli er við það að framlengja við leikmanninn. (Express)

Manchester United er að íhuga það hvort félagið ætli að kynna til leiks stæði fyrir örugg áhorfandastæði á vellinum. (Express)

Marco Silva, stjóri Everton, hefur sagt njósnurum félagsins að skoðai Yussuf Poulsen, framherja RB Leipzig, betur. (Express)

Romelu Lukaku, framherji Inter, kom frá Manchester United í sumar en hann segir að Antonio Conte hafi hjálpað honum mikið og gefið honum mikla hvatningu hjá Inter. (Metro)

Læknar á Englandi segja að Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, sé að lifa í „uppbótartíma", en hann fékk hjartaáfall á síðasta ári. (Mirror)

1000 stuðningsmenn spænska félagsins Valencia voru með mótmæli fyrir leik liðsins gegn Leganes um helgina en þeir vilja Peter Lim, eiganda félagsins og Anil Murthy, forseta félagsins burt. (Marca)

Mario Balotelli gæti spilað fyrsta leik sinn fyrir Brescia gegn Juventus á morgun en hann segir hafa lagt mikið á sig síðasta mánuðinn, jafnvel meira en hann hefur gert á öllum ferlinum. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner