mán 23. september 2019 14:59
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Chelsea: Tammy þarf að vera grimmari
Tammy Abraham er ljúfa týpan af Didier Drogba
Tammy Abraham er ljúfa týpan af Didier Drogba
Mynd: Getty Images
Mario Melchiot, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Tammy Abraham þurfi að herða sig meira upp og vera líkari Didier Drogba og Jimmy Floyd Hasselbaink.

Abraham er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá Chelsea. Hann fékk gríðarlega mikilvæga reynslu er hann spilaði með Bristol City og Aston Villa í ensku B-deildinni.

Hann skoraði 26 mörk fyrir Bristol City tímabilið 2016-2017 og svo gerði hann 26 mörk fyrir Aston Villa er liðið kom sér upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og er nú kominn með 7 mörk fyrir Chelsea á leiktíðinni en Melchiot telur að Abraham þurfi að vera meiri ruddi.

„Tammy Abraham er geggjaður að klára færin en eins mikið og mér líkar vel við hann þá þarf hann að vera aðeins meiri ruddi," sagði Melchiot.

„Af hverju? Þegar þú spilar gegn mönnum eins og Virgil van Dijk þá verður framherjinn sýna smá ruddaskap. Ég spilaði gegn mönnum eins og Ryan Giggs sem gat leikið sér með boltann og var mjög heiðarlegur en ef ég sparkaði í hann þá var hann alltaf að fara að sparka í mig til baka eða finna leið til þess að hefna sín."

„Tammy þarf að gera það sama. Hann er sætur, ungur og ferskur og það er gaman að fylgjast með honum en hann verður að vera með þetta eðli í sér. Þegar þú horfir á Drogba og Hasselbaink, þeir voru ekkert með nein vettlingatök þegar maður spilaði gegn þeim,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner