Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. september 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard: Reece James og Hudson-Odoi með á morgun
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Chelsea mætir á morgun Grimsby í 32-liða úrslitum enska Deildabikarsins. Chelsea hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og Frank Lampard, stjóri liðsins, ætlar að snúa við gengi liðsins.

Chelsea tapaði gegn Liverpool á sunnudaginn og Valencia í Meistaradeildinni í síðustu viku. Chelsea liðið hefur fengið 13 mörk á sig í fyrstu sex deildarleikjum sínum en 40 ár eru síðan það gerðist síðast.


Grimsby er í 9. sæti fjórðu efstu deildar á Englandi svo að það fyrir fram séð ætti Chelsea að klára þessa viðureign.

Callum Hudson-Odoi og Reece James, tveir af mest spennandi ungstirnum félagsins, hafa verið meiddir í upphafi leiktíðar en verða í hópnum á morgun. Lampard vildi þó ekki staðfesta hvort þeir myndu byrja eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner