Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 24. september 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Agla María eftirsótt af erlendum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir átti gott tímabil hjá Breiðabliki sem endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar kvenna.

Þá hefur hún einnig spilað með íslenska landsliðinu. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, sagði við mbl.is í gær að Agla hefði vakið athygli erlendra liða fyrir frammistöðu sína.

Agla María er tvítug og varð Íslands- og bikarmeistari á síðustu leiktíð með Breiðabliki. Agla skoraði tólf mörk í átján leikjum í sumar á sínu öðru tímabili með félaginu. Agla hefur þá skorað tvö mörk í 27 landsleikjum.

Breiðablik mætir Spörtu frá Prag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu fyrri leik liðanna, 3-2, á heimavelli og dugir því jafntefli.

Samkvæmt heimildum mbl.is ætlar Agla María að skoða sín má eftir komandi verkefni með Blikum.
Athugasemdir
banner