Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. september 2019 09:26
Magnús Már Einarsson
Klopp gefur 1% af launum í góðgerðarmál
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gengið til liðs við verkefnið „Common Goal" og mun því gefa 1% af launum sínum til góðgerðarmála.

Sífellt fleiri leikmenn og þjálfarar taka þátt í Common Goal og gefa þá 1% af launum sínum en Juan Mata bjó til samtökin í ágúst 2017.

Klopp var í gær valinn besti þjálfari í heimi og í ræðu sinni tilkynnti hann ákvörðun sína að ganga til liðs við Common Goal.

„Hér erum við öll á góðu hliðinni í lífinu. Það er fólk þarna úti sem er ekki í sömu stöðu. Frá og með deginum í dag er ég meðlimur í Common Goal fjölskyldunni. Ef þú þekkir þetta ekki, Googlaðu það," sagði Klopp í ræðunni en hann ku þéna tíu milljónir punda á ári.

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins og Dijon, er á meðal leikmanna sem takta þátt í Common Goal.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Common Goal
Athugasemdir
banner
banner
banner