Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 11. október 2019 21:34
Magnús Már Einarsson
Hamren: Stoltur en vonsvikinn
Icelandair
Erik Hamren fyrir leikinn í kvöld.
Erik Hamren fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur af leikmönnum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum og ég er auðvitað svekktur að fá ekki nein stig eftir þessa miklu vinnu og hugrekki sem leikmennirnir sýndu. Ég er stoltur en vonsvikinn," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Frökkum í kvöld.

Olivier Giroud skoraði eina markið úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griemann. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna en ég ræddi við leikmennina og Ara og þeir segja að þetta hafi verið
vítaspyrna þó að þetta hafi ekki litið þannig út frá mínu sjónarhorni,"
sagði Hamren.

Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði í hægri bakverðinum í kvöld en hann kom inn í liðið fyrir Hjört Hermannsson.

„Í júní vorum við með Hjört og Gulla í þessari stöðu og við höfum unnið með þeim bæði í júní og september. Hjörtur fékk sénsinn og stóð sig vel. Ég vildi sjá Gulla og hæfileika hans. Ég er líka sáttur með hans frammistöðu," sagði Hamren.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner