Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 13. október 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps og Varane vildu ekki tjá sig um fagn tyrkneska liðsins
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki láta draga sinn inn í umræðu um árás Tyrkja á Kúrdum í Sýrlandi, en Frakkland og Tyrkland mætast í undankeppni Evrópumótsins á morgun.

Ákvörðun Recap Tayyip Erdogan, forsetisráðherra Tyrklands, um að ráðast á Kúrda í Sýrlandi hefur verið fordæmt af mörgum Evrópuþjóðum til þessa.

Leikmenn tyrkneska landsliðsins virðast styðja ákvörðunina en Cenk Tosun og liðsfélagar hans fögnuðu marki hans gegn Albaníu með sérstöku fagni til að styðja við hermennina.

Frakkland og Tyrkland mætast í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins á morgun en bæði lið eru með 18 stig í H-riðli. Ísland kemur næst á eftir með 12 stig.

Deschamps neitaði að blanda sér inn í umræðuna um árás Tyrkja.

„Það verður gott andrúmsloft, það er á hreinu. Við munum ekki hugsa um hlutina sem eru í gangi hjá Tyrkjum núna. Við erum hér á íþróttaviðburði og verðum að einbeita okkur að leiknum," sagði Deschamps.

„Ég vil ekki taka þátt í þessari umræðu um fagnið hjá Tyrkjum og ég vil aðeins tala um leikinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner