mán 14. október 2019 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði 700. markið á ferlinum
Cristiano Ronaldo er magnaður
Cristiano Ronaldo er magnaður
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark portúgalska landsliðsins í 2-1 tapinu gegn Úkraínu í kvöld en þetta var þó merkilegt fyrir leikmanninn. Þetta var 700. mark hans á ferlinum.

Ronaldo er 34 ára gamall og leikur með Juventus en hann er aðeins sjötti leikmaðurinn til að ná þessum áfanga.

Ronaldo hóf ferilinn hjá Sporting þar sem hann gerði 5 mörk áður en hann var seldur til Manchester United. Portúgalski snillingurinn skoraði 118 mörk áður en Real Madrid keypti hann á metfé. Hann ákvað að setja í næsta gír á Spáni og skoraði þar 450 mörk og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Ronaldo fór til Juventus á síðasta ári en hann er kominn með 32 mörk fyrir ítalska félagið.

Hann hefur þá gert 95 mörk fyrir portúgalska landsliðið en 700. markið á ferlinum kom úr vítaspyrnu gegn Úkraínu í kvöld.

Gerd Müller, Romario, Ferench Puskas, Pele og Josef Bican hafa allir skorað yfir 700 mörk en Bican hefur þar vinninginn. Hann skoraði 805 mörk frá 1928 til 1955.


Athugasemdir
banner
banner
banner