Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 22:00
Magnús Már Einarsson
Líklega spilað á Laugardalsvelli í mars - Hitapylsa yfir vellinum
Hvaða liði mætir Ísland?
Hitapylsan á Laugardalsvelli árið 2013.
Hitapylsan á Laugardalsvelli árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss gæti ennþá farið í umspilið.
Sviss gæti ennþá farið í umspilið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir að Tyrkir náðu stigi gegn Frökkum í París í kvöld er líklegt að Ísland fari í umspil um sæti á EM í lok mars á næsta ári. Umspilið tengist Þjóðadeildinni þar sem Ísland var í A-deild í fyrra.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er stefnt á að spila leikinn í mars á Laugardalsvelli, þrátt fyrir sögusagnir um að Ísland þurfi mögulega að skipta um heimavöll og spila erlendis.

KSÍ ku vera að undirbúa að spila á Laugardalsvelli og í því samhengi er stefnt á að fá hitapylsu, eða hitadúk, yfir grasið á Laugardalsvelli.

Slíkt hið sama var gert fyrir leikinn gegn Króatíu í umspili um sæti á HM en sá leikur fór fram 15. nóvember árið 2013.

Með þessu móti er tryggt að leikurinn geti farið fram á vellinum þó svo hiti fari vel niður fyrir frostmark. Hita er dælt undir dúkinn sem þannig heldur hita á vellinum og kemur í veg fyrir frost í jörðu.

Eins og staðan er í dag mætir Ísland annað hvort Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26. mars. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar síðan úrslitaleik um sæti á EM þann 31. mars.

Sviss, sem var með Íslandi í A-deild Þjóðadeildarinnar, gæti ennþá farið í umspilið en liðið mætir Írum í lykilleik á morgun. Ef Sviss vinnur þann leik er liðið komið í lykilstöðu til að fara beint á EM í næsta mánuði.

Dregið verður í Þjóðadeildarumspilið 22. nóvember næstkomandi eftir að undankeppni EM lýkur.

Nánar var rætt um umspilið Í Innkastinu í kvöld en hægt er að hlusta á það hér að neðan.
Innkastið - Treystum á pulsuleikinn í mars
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner