Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. október 2019 12:12
Magnús Már Einarsson
Atli Sveinn og Óli Stígs taka við Fylki (Staðfest)
Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson, Hörður Guðjónsson og Ólafur Skúlason.
Atli Sveinn Þórarinsson, Ólafur Stígsson, Hörður Guðjónsson og Ólafur Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fylkismenn tilkynntu á fréttamannafundi nú rétt í þessu að Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson verði aðalþjálfarar liðsins í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

Ólafur Ingi Skúlason, sem var fyrirliði Fylkis í sumar, verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.

„Við höfum ákveðið að fara nýjar leiðir í þjálfaramálum hjá félaginu," sagði Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fylkis, á fréttamannafundinum í dag.

Ólafur Stígsson er fyrrum leikmaður Fylkis en hann hefur undanfarin þrjú ár verið aðstoðarþjálfari liðsins við hlið Helga Sigurðssonar. Fylkir tilkynnti í síðasta mánuði að Helgi myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins en hann tók í kjölfarið við ÍBV.

Atli Sveinn ólst upp hjá KA en hann lék með Örgryte í Svíþjóð í fjögur ár áður en hann fór í Val árið 2005 þar sem hann spilaði til ársins 2012 og varð meðal annars Íslands og bikarmeistari.

Hinn 39 ára gamli Atli lauk fótboltaferlinum með KA árið 2015 en í kjölfarið sneri hann sér að þjálfun. Atli hafði síðustu ár ferilsins einnig þjálfað yngri flokka hjá KA.

Árið 2016 var Atli Sveinn þjálfari hjá Dalvík/Reyni í 3. deild og ári síðar stýrði hann 2. flokki KA. Í febrúar 2018 tók hann síðan við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni. Hann hætti störfum þar um helgina.

Ólafur Ingi Skúlason gekk til liðs við Fylki um mitt sumar í fyrra eftir langan og farsælan feril í atvinnumennsku erlendis. Hinn 36 ára gamli Ólafur Ingi er að afla sér þjálfararéttinda þessa dagana en hans hlutverk í Árbænum snýr meðal annars að séræfingum.


Athugasemdir
banner
banner