Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. október 2019 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Brewster bíður þolinmóður eftir tækifærinu
Rhian Brewster er einn efnilegasti leikmaður Liverpool
Rhian Brewster er einn efnilegasti leikmaður Liverpool
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Rhian Brewster bíður þolinmóður eftir tækifærinu með Liverpool en hann þykir einn efnilegasti leikmaður félagsins.

Brewster er 19 ára gamall en hefur þó aðeins spilað einn leik fyrir liðið.

Hann spilaði í góðum sigri Liverpool á MK Dons í enska deildabikarnum en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, vildi alls ekki lána hann út fyrir tímabilið.

„Maður verður að vera þolinmóður og bíða eftir tækifærinu því stjórinn er augljóslega með eitthvað plan og hann veit hvað hann er að gera," sagði Brewster.

„Þegar ég hef talað við hann þá hefur hann sagt mér að vera þolinmóður og að tækifærið eigi eftir að koma. Þannig ég mun bíða þolinmóður."

„Hann sagði nei við að lána mig út og það sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér. Hann vill koma mér í aðalliðið. Það er auðvitað erfitt að fá spiltíma með þessa þrjá frammi en maður verður að halda áfram,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner