Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 16. október 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Vissum að þetta yrði eltingaleikur
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið geti lært mikið af 4-0 tapinu gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikar lentu 3-0 undir eftir hálftíma gegn franska stórliðinu í kvöld en beitti svo öguðum varnarleik í þeim síðari. Paulina Dudek skoraði fjórða markið í blálokin en Þorsteinn var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðuna.

„Þetta lið er stórkostlegt. Þetta er frábært fótboltalið og lærdómsríkt að fylgjast með því undanfarnar vikur og leikgreina þær og maður hefur lært af því," sagði Þorsteinn.

„Þessi leikur verður lærdómur fyrir okkur líka hvað við getum gert betur og hvert við eigum að stefna. Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum tekið góða hluti úr honum."

„Við spiluðum ágætlega varnarlega í seinni hálfleiknum. Við héldum ró okkar og vorum ekki að hlaupa of mikið á milli þeirra og elta þær, heldur héldum við skipulagi og náðum að loka betur á þær."

„Fyrstu 20-30 mínúturnar vorum við svolítið æstar og þorðum ekki að vera með boltann þegar við vorum búnar að vinna hann en við vissum að við værum að fara í leik sem yrði mikill eltingaleikur."

„Þetta var kannski eitthvað stress en við erum að spila á móti frábæru liði. Það eru einhverjir franskir landsliðsmenn í þessu liði og við vorum að spila á móti Frökkum um daginn með okkar atvinnumenn og það var leikur kattarins að músinni þar."

Seinni leikurinn er 31. október í París en hann vonast eftir betri frammistöðu þar.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner